Hoppa yfir valmynd
1. apríl 2009 Innviðaráðuneytið

Afgreiðsla bráðabirgðaökuskírteina einfölduð

Í dag, miðvikudaginn 1. apríl, verður breytt tilhögun við útgáfu bráðabirgðaakstursheimilda til þeirra sem eru að fá sín fyrstu ökuréttindi á fólksbifreið. Ökunemar sem standast próf fá strax bráðabirgðaakstursheimild hjá prófdómara en þurfa ekki að sækja hana á afgreiðslu sýslumanns eða lögreglu eins og fyrirkomulagið hefur verið.

Umferð á Hringveginum.
Umferð á Hringveginum.

Nú verður fyrirkomulagið með þeim hætti að um leið og ökunemi skilar inn umsókn um ökuskírteini og próftökuheimild hefur verið veitt er umsókn um ökuskírteinið skráð í ökuskírteinaskrána, mynd og undirskrift skönnuð og ódagsett bráðabirgðaakstursheimild prentuð út. Bráðabirgðaakstursheimildin er send með gögnum umsækjanda til Frumherja og þegar ökuneminn hefur staðist ökuprófið staðfestir og dagsetur prófdómari bráðabirgðaakstursheimildina og afhendir honum. Gildir hún meðan ökuneminn bíður þess að fá ökuskírteini afgreitt. Gert er ráð fyrir að ökuskírteinin verði síðan send í pósti.

Þetta nýja fyrirkomulag mun spara nýjum ökumönnum eina til tvær ferðir til lögreglu eða sýslumanna sem afgreiða ökuskírteini en á hverju ári taka kringum fjögur þúsund ungmenni ökupróf.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta