Hoppa yfir valmynd
30. nóvember 2021 Forsætisráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson samstarfsráðherra Norðurlanda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson - mynd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að skipa Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, sem samstarfsráðherra Norðurlanda. Samstarfsráðherra ber ábyrgð á norrænu ríkisstjórnarsamstarfi innan Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir hönd forsætisráðherra.

Norræna ráðherranefndin var stofnuð 1971 og er opinber samstarfsvettvangur ríkisstjórna Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjórnarlandanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands.

Norræna ráðherranefndin vinnur að sameiginlegum lausnum á þeim sviðum þar sem Norðurlöndin geta náð betri árangri með því að vinna saman en að leysa verkefnin hvert í sínu lagi. Í framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndin er sett það markmið að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heim fyrir 2030.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta