Hoppa yfir valmynd
14. nóvember 2019

Landamæraeftirlit milli Danmerkur og Svíþjóðar hert

Icelandic passports - mynd

Icelandic passportsFrá 12. nóvember 2019 hefur landamæraeftirlit við komuna til Danmerkur frá Svíþjóð verið hert, tímabundið til sex mánaða með möguleika á framlengingu. Að sama skapi hefur um nokkurt skeið verið hert landamæraeftirlit við komuna til Svíþjóðar. Samkvæmt upplýsingum dönsku lögreglunnar verður handahófskennt eftirlit með lesta-og bílaumferð um Eyrarsundsbrúnna og á völdum ferjustöðum. Vegna þessa þurfa allir sem fara um landamæri Svíþjóðar og Danmerkur að geta sannað á sér deili og sýnt fram á ríkisfang.

Samkvæmt upplýsingum Öresunddirekt, sem er sameiginileg upplýsingaveita sænskra og danskra stjórnvalda, munu norræn ökuskírteini vera tekin gild undir venjulegum kringumstæðum en þó er mælt með því að ferðalangar hafi vegbréf með í för, enda sýni ökuskírteini ekki fram á ríkisfang.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Öresunddirekt: https://www.oresunddirekt.dk/dk

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta