Hoppa yfir valmynd
10. október 2011 Innviðaráðuneytið

Skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll samþykktar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skrifaði þann 3. október síðastliðinn undir skipulagsreglur fyrir Akureyrarflugvöll. Reglurnar eru settar samkvæmt heimild í 59. grein laga um loftferðir nr. 60/1998.

Skipulagsreglurnar voru auglýstar síðastliðið vor og gátu hagsmunaaðilar gert við þær athugaemdir fram eftir sumri. Reglurnar öðlast gildi þegar þær hafa verið auglýstar í Stjórnartíðinum. Sams konar reglur hafa áður verið settar fyrir Reykjavíkurflugvöll.

Tilgangur og markmið reglnanna er:

  • að marka skýra og gagnsæja stefnu um leyfða starfsemi innan flugvallarins,
  • að tryggja flugöryggi vallarins með því að binda í skipulag hæðartakmarkanir sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar, og reglur um notkun sýnilegra lasergeisla sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar,
  • að einfalda umfjöllun og ákvarðanatöku um starfsemi innan vallarins og hæðir húsa innan og í nágrenni flugvallarins.

Reglurnar hafa meðal annars að geyma fyrirmæli um starfsemi og starfsheimildir innan flugvallarins, reglur um hindranafleti í nágrenni flugvallarins og á aðflugs- og fráflugsleiðum að flugvellinum auk reglna um notkun sýnilegra lasergeisla sem nauðsynlegar eru vegna öryggis flugvallarstarfseminnar. Hindranafletirnir hafa í för með sér hæðartakmarkanir á byggingum og öðrum mannvirkjum á áhrifasvæði vallarins sem nær til Akureyrarbæjar og sveitarfélaganna í nágrenni Akureyrar.

 

 


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta