Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Morgunverðarfundur um skuldavanda heimilanna

Velferðarvaktin stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 11. nóvember 2009 kl. 8.30-10.00 þar sem fjallað verður um skuldavanda heimilanna og kynnt helstu úrræði fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

DAGSKRÁ

  • Opnun fundar
    Stella K. Víðisdóttir, fulltrúi í stýrihópi velferðarvaktar félags- og tryggingamálaráðuneytisins
  • Aðgerðir stjórnvalda við skuldavanda heimilanna - kynning á úrræðum
    Kristrún Heimisdóttir, lögfræðilegur ráðgjafi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu
  • Greiðslujöfnun verðtryggðra og gengistryggðra lána
    Sigurður Kristjánsson, forstöðumaður lánadeildar hjá Nýja Kaupþingi banka
  • Samræmdar verklagsreglur Íbúðalánasjóðs, fjármálafyrirtækja og lífeyrissjóða um sértæka skuldaaðlögun
    Gunnhildur Gunnarsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Íbúðalánasjóðs
  • Sýn Hagsmunasamtaka heimilanna
    Friðrik Ó. Friðriksson, formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Samantekt fundarstjóra og fyrirspurnir

Fundarstjóri: Ásta Sigrún Helgadóttir, forstöðumaður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.

Skjal fyrir Acrobat Reader Dagskráin sem pdf-skjal

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta