Hoppa yfir valmynd
23. maí 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Stuðningur við nýtt háskólasjúkrahús

Starfsmannaráð Landspítala – háskólasjúkrahús ítrekar eindreginn stuðning ráðsins við að reisa nýtt háskólasjúkrahús við Hringbraut í Reykjavík. Í ályktun starfsmannaráðsins er bent á að húsakostur Landspítala – háskólasjúkrahúss sé kominn til ára sinna, því haldið fram að húsnæðið standi starfseminni fyrir þrifum og bent á að dreifð starfsemi sé óhagstæð. Síðan segir: “Það er því ljóst að endurnýjun er nauðsynleg og má ekki dragast. Ákvörðun hefur verið tekin um uppbyggingu spítalans við Hringbraut og hefur skipulegur undirbúningur byggingar staðið frá árinu 2000. Starfsmenn LSH hafa tekið virkan þátt í þeirri vinnu. Þá hafa stjórnendur ríkis og borgar átt ríkan þátt í því að leiða málið til lykta. Með nýjum spítala batna aðstæður sjúklinga, starfsmanna og nemenda verulega. Það tekur mörg ár að byggja nýtt háskólasjúkrahús og þann tíma þarf að þreyja. Undirbúningurinn er í eðlilegum farvegi og frá honum má ekki hvika.”

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta