Samheitalyfin gætu lækkað útgjöldin
Væri lyfið Sivacor, sem menn nota til að lækka blóðfitu sína, selt hérlendis við sama verði og í Danmörku lækkaði það lyfjaútgjöld Tryggingastofnunar um 160 milljónir á ári. Þetta kemur fram á heimsíðu Tryggingastofnunar ríkisins, en þar segir jafnframt að þetta sé dæmi um þann mikla sparnað í útgjöldum sem ná mætti með almennari sölu og framboði samheitalyfja á íslenskum markaði. Annað athyglisvert sem fram kemur í frétt TR er að lyfjakostnaður Tryggingastofnunar ríkisins lækkaði um 5,3% á árinu 2005 borið saman við árið á undan. Útgjöld TR hafa áður ekki lækkað eins og raunin hefur verið upp á síðkastið.
Sjá nánar heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins: www.tr.is