Byggt við Heilbrigðisstofnunina Siglufirði
Framkvæmdir eru að hefjast við viðbyggingu Heilbrigðisstofnunarinnar Siglufirði. Verið er að bjóða út jarðvinnuframkvæmdir. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, tilkynntu um þetta þegar hún heimsótti heilbrigðisstofnunina á dögunum. Hönnun á viðbyggingu fyrir heilsugæslustöð stendur yfir. Áætlað er að fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna verði lokið í lok september.
Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, lagði í bréfi til framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar Siglufjarðar áherslu á fernt, þegar hún tók ákvörðun um viðbygginguna fyrir heilsugæslustöðina og jarðvegsskiptin, sem nú verða boðin út, þ.e.:
- Nú standa yfir framkvæmdir við fyrri áfanga endurbóta á Sjúkrahúsinu á Siglufirði og eru verklok fyrirhuguð um miðjan júlí á þessu ári.
- Hönnun á viðbyggingu fyrir heilsugæslustöð stendur yfir. Til að flýta byggingaframkvæmdum við húsið verða jarðvegsskipti í grunni boðin út nú í maí.
- Áætlað er að fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna vegna viðbyggingarinnar verði lokið í lok september nk. Verkið verður boðið út strax í framhaldi af því. Eftir útboð og gerð verksamnings hefjast framkvæmdir. Verktími þessa verks verður til mars / apríl 2008 og verður verkið þá fullbúið og með frágenginni lóð.
- Þegar hönnun viðbyggingar verður lokið hefst hönnun á 2. áfanga endurbóta á núverandi húsi. Samkvæmt fyrirliggjandi drögum að framkvæmdaáætlun fyrir árin 2006 til 2012 er gert ráð fyrir að þetta verk verði boðið út snemma árs 2008 og því lokið á sama ári.
Sjá nánar bréf ráðherra til framkvæmdastjóra: Siglufjörður - framkvæmdir (pdf skjal 80 Kb)