Hoppa yfir valmynd
13. ágúst 2008 Innviðaráðuneytið

Flugöryggisáætlun í undirbúningi

Skipaður hefur verið stýrihópur sem móta á flugöryggisáætlun fyrir árin 2009 til 2012. Slík áætlun er hliðstæð öryggisáætlunum á sviði siglinga og umferðar og er stefnt að því að flugöryggisáætlunin verði tilbúin um næstu áramót.

Sjá má umfjöllun um verkefnið með því að smella á myndina Flugöryggisáætlun á forsíðunni.

Fyrstu skref stýrihópsins er að vinna að markmiðasetningu áætlunarinnar, mótun og forgangsröðun verkefna. Sett hefur verið upp sérstakt vefsvæði þar sem almenningi gefst kostur á að koma á framfæri ábendingum sínum og athugasemdum um verkefni í nýja flugöryggisáætlun. Einnig er að finna upplýsingar um heimsáætlun Alþjóðaflugmálastofnunarinnar í flugöryggismálum og fleira efni er varðar slíka áætlanagerð. Markmiðið er ávallt að fækka slysum í almenningsflugi, koma í veg fyrir tvíverknað í aðgerðum og tryggja samvinnu flugiðnaðarins og annarra hagsmunaaðila og stjórnvalda.

Þeir sem óska geta lagt fram sinn skerf varðandi undirbúning áætlunarinnar. Er annars vegar unnt að gera það með því að senda samgönguráðuneytinu ábendingar í tölvupósti af vefsvæðinu eða með því að leggja orð í belg í umræðu á vefnum.

Allar hugmyndir, ábendingar og tillögur að verkefnum eru vel þegnar.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta