Hoppa yfir valmynd
19. ágúst 2008 Innviðaráðuneytið

Reglugerð um úthlutun afgreiðslutíma á flugvöllum til umsagnar

Til umsagnar eru nú reglugerðardrög um afgreiðslutíma á flugvöllum. Ekki er um nýtt regluverk að ræða heldur er verið að fullnægja áskilnaði EES-samningsins um innleiðingu reglna sem hafa verið í gildi um skeið hérlendis. Umsagnarfrestur er til 8. september.

Innleiðingin varðar tvær gerðir Evrópusambandsins. Annars vegar reglugerð ráðsins nr. 95/93 um sameiginlegar reglur um úthlutun afgreiðslutíma á bandalagsflugvöllum og hins vegar reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins nr. 793/2004 um breytingu á fyrrnefndu reglugerðinni. Í reglugerð þeirri sem hér er send til umsagnar er þessum tveimur fyrrnefndu reglugerðum skeytt saman til að þær verði aðgengilegri fyrir notendur reglnanna. Jafnframt hafa reglurnar verið aðlagaðar að því stjórnskipulagi sem gildir hér á landi.

Markmiðið með reglunum er að stuðla að því að afkastageta flugvalla, þar sem flugumferð er mikil, verði sem mest og sveigjanlegust. Með þessum hætti er jafnframt stuðlað að aukinni samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Reglugerðin gildir um flugvelli á Íslandi. Kveðið er á um tilnefningu flugvalla sem ,,flugvöll með afgreiðslutíma eftir samráði” eða ,,flugvöll með skammtaðan afgreiðslutíma” og þá aðila sem slíkum flugvöllum sinna. Þá er kveðið á um úthlutun afgreiðslutíma og hreyfanleika honum tengdum.

Þeir sem óska eru beðnir að senda samgönguráðuneytinu umsagnir sínar eins fljótt og verða má, í síðasta lagi 8. september á netfangið [email protected].



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta