Mörk kjördæmanna í Reykjavík við þjóðaratkvæðagreiðsluna 6. mars 2010
Landskjörstjórn hefur ákveðið að við fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars, um skilmála ríkisábyrgðar á láni út af ICESAVE-samningunum, verði mörk kjördæmanna tveggja í Reykjavík þau sömu og við síðustu alþingiskosningar 25. apríl 2009. Mörkin koma fram í auglýsingu frá landskjörstjórn nr. 346/2009.
Á fundi landskjörstjórnar 5. febrúar var enn fremur ályktað að þeir sem búa erlendis en ber að taka á kjörskrá í Reykjavík svo og þeir sem eru óstaðsettir í hús í Reykjavík skuli einnig greiða atkvæði í sama kjördæmi og við síðustu alþingiskosningar. Þeir sem tilheyra þessum hópum og eru fæddir 1. til 15. hvers mánaðar greiða atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi suður en þeir sem eru fæddir 16. dag mánaðar eða síðar greiða atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sjá vef landskjörstjórnar hér.