Hoppa yfir valmynd
18. febrúar 2010 Dómsmálaráðuneytið

Vefsíðan thjodaratkvaedi.is hefur verið opnuð

Vefsíðan thjodaratkvaedi.is hefur verið opnuð í tilefni af þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars um lög nr. 1/2010. Þar eru útskýrð á hlutlausan hátt meginatriði máls sem varða atkvæðagreiðsluna, ástæður hennar og mögulegar afleiðingar.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið fól Lagastofnun Háskóla Íslands að semja kynningarefni fyrir almenning vegna atkvæðagreiðslunnar og auk vefsíðunnar verður gefinn út bæklingur sem dreift verður um allt land síðari hluta næstu viku. Athygli ehf. sá um hönnun og tæknivinnu vegna vefjarins, sem og framsetningu efnis, bæði á vefnum og í bæklingnum.

Vefsíðan thjodaratkvaedi.is er ekki umræðuvettvangur en notendum hennar er vísað á ýmsa vefi stjórnmálahreyfinga, stofnana, hagsmunasamtaka og annarra sem hafa með einum eða öðrum hætti fjallað um Icesave-málið eða einstaka þætti þess.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta