Hoppa yfir valmynd
12. september 2003 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Evrópsk samgönguvika 2003

Dagana 16. til 22. september tekur Reykjavíkurborg þátt í Evrópsku samgönguvikunni. Í ár taka 228 borgir víðsvegar í Evrópu þátt í verkefninu. Meginþema vikunnar að þessu sinni verður "aðgengi fyrir alla" í tengslum við Evrópuár fatlaðra.

Samgönguvikan er haldin til þess að vekja almenning til umhugsunar um umferðarmenningu. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi þess að skapa betra aðgengi, meðal annars fyrir gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk. Í tilefni samgönguvikunnar efnir Reykjavíkurborg til margvíslegra viðburða, en hver dagur verður helgaður tilteknu málefni sem tengist umferðarmenningu. Með því er ætlunin að vekja athygli á þeim mörgu þáttum sem varða samgöngur og hversu margar leiðir eru færar þeim sem vilja efla umferðarmenningu og draga úr mengun. Evrópska samgönguvikan var fyrst haldin árið 2002 en hún á rætur að rekja til Bíllausa dagsins en hann var fyrst haldinn í Frakklandi árið 1998. Bíllausi dagurinn er haldinn til að hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur eða annan fararmáta en einkabíl, til að draga úr mengun í borginni. Reykjavíkurborg tekur nú þátt í Bíllausa deginum í fjórða skipti og er því meðal þeirra 657 borga og bæja sem taka þátt í ár.

Evrópsku samgönguvikunni er ætlað að vekja athygli á hinum ýmsu hliðum borgarumferðar, bæði því jákvæða og því sem betur má fara, á líflegan og skemmtilegan hátt en meginmarkmiðið er að minnka mengun í borgum. Þungamiðja vikunnar verður Bíllausi dagurinn sem haldinn verður 22. september undir slagorðinu "Í bæinn án bílsins á virkum degi."

Dagskrá Evrópskrar samgönguviku 2003 verður nánar auglýst síðar.
Sjá einnig: mobilityweek-europe.org

Nánari upplýsingar veitir:
Jóhanna B. Magnúsdóttir verkefnisstjóri Evrópskrar samgönguviku í síma 563-2716 eða 899-0378.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta