Hoppa yfir valmynd
30. júní 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar- maí 2005: Greinargerð 30. júní 2005

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - maí 2005 (PDF 100K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2005 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 11,2 milljarða króna á tímabilinu, sem er 14,2 milljörðum króna hagstæðari útkoma heldur en fyrir sama tímabil í fyrra. Þá er útkoman 25,1 milljarði betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur reyndust 27,4 milljörðum hærri en í fyrra, á meðan að gjöldin hækka um 13,5 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður er jákvæður um 17,8 milljarða króna en var neikvæður um 2,4 milljarða í fyrra.

Heildartekjur ríkissjóðs námu 136,6 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 27,4 milljaraða frá sama tíma í fyrra, eða um 25,1%. Þar af námu skatttekjur ríkissjóðs um 121,2 milljörðum króna sem er hækkun upp á 19,5% frá sama tíma í fyrra, nokkru meira en gert var ráð fyrir í áætlunum. Til samanburðar má nefna að almennt verðlag hækkaði um 4,1% á sama tímabili þannig að skatttekjur hækkuðu að raungildi um 14,8%.

Skattar á tekjur og hagnað námu 42,2 milljörðum króna sem er 17,5% meiri innheimta miðað við sama tíma í fyrra. Þar af jókst innheimta tekjuskatta einstaklinga um 10,1% en lögaðila um 6,5%. Innheimta fjármagnstekjuskatts jókst töluvert meira, eða um 54,4% sem jafngildir um 48,3% raunhækkun milli ára. Innheimta tryggingagjalda nam rúmlega 12,8 milljörðum króna sem er 13,1% aukning að raungildi frá fyrra ári. Til samanburðar má geta þess að launavísitala Hagstofunnar hækkaði á sama tímabili um 6,5%. Innheimta eignarskatta jókst töluvert á milli ára, eða um 53% að raungildi en sú aukning endurspeglar að mestu aukna innheimtu stimpilgjalda. Aðrar rekstrartekjur námu 15,1 milljörðum króna og voru 7,8 milljörðum umfram áætlun. Skýrist það einkum af 6,3 milljarði króna arðgreiðslum frá Landssímanum í apríl og 1,5 milljarðs króna sektargreiðslu olíufélaganna í maí vegna samkeppnismála.

Veltuskattar ríkissjóðs jukust einnig töluvert, eða um 18% sem er 13,4% aukning að raungildi en þar munar mestu um innheimtu tekna af virðisaukaskatti sem jókst um 19,9%. Vörugjöld af ökutækjum skiluðu jafnframt töluvert meiri tekjum en í fyrra eða um 74,9% en á fyrstu fimm mánuðum ársins hefur innflutningur bifreiða aukist að verðmæti um 85% frá fyrra ári. Þessi þróun endurspeglar aukin umsvif í efnahagslífinu og virðist ekkert hafa dregið úr almennri eftirspurn.

Greidd gjöld námu 126,8 milljörðum króna og hækkuðu um 13,5 milljarða frá fyrra ári, en þar af skýrast 5,7 milljarðar af hækkun vaxtagreiðslna þar sem stór flokkur spariskírteina kom til innlausnar í apríl sl. Að vöxtum frátöldum hækka gjöldin um 7,5% milli ára. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs, 79,2 milljarða eða um 62%. Þar kemur fram 7 milljarða króna hækkun, eða 10%. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heibrigðismála, 3,6 milljarða og 1,5 milljarð bæði vegna almannatrygginga og fræðslumála. Á móti vegur að greiðslur til nokkurra málaflokka lækka lítilega milli ára, s.s. til samgöngu- og sjávarútvegsmála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 30 milljörðum sem skiptast þannig að 16,2 milljarðar eru vegna afborganna erlendra langtímalána og 13,7 milljarðar vegna spariskírteina. Lántökur námu samtals 9,3 milljörðum króna, 4 milljarðar með ríkisbréfum og 5,3 milljarðar í erlendum skammtímalánum. Þá voru 1,6 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Þar sem afborganir eru mun meiri en sem nemur nýjum lántökum þá lækkaði handbært fé um 4,5 milljarða frá áramótum.

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - maí 2005

(Í milljónum króna)

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

86.064

91.868

108.695

109.190

136.556

Greidd gjöld....................................................

91.173

100.746

106.315

113.248

126.790

Tekjujöfnuður.................................................

-5.109

-8.878

2.380

-4.057

9.765

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

3

-

-12.059

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-1.934

-1.462

173

1.110

1.478

Handbært fé frá rekstri..................................

-7.040

-10.340

-9.506

-2.947

11.243

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-181

2.173

16.858

3.428

6.537

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-7.221

-8.167

7.352

481

17.780

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-21.545

-18.348

-17.929

-28.389

-29.994

   Innanlands....................................................

-6.792

-8.207

-5.521

-3.389

-13.770

   Erlendis.........................................................

-14.753

-10.141

-12.408

-25.000

-16.224

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-6.250

-3.750

-3.125

-3.125

-1.550

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-35.017

-30.265

-13.702

-31.033

-13.764

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

34.046

28.324

16.540

40.861

9.273

   Innanlands....................................................

9.533

9.035

15.160

17.318

4.005

   Erlendis........................................................

24.514

19.289

1.380

23.544

5.268

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-971

-1.941

2.838

9.828

-4.490

 
 

Tekjur ríkissjóðs janúar-maí

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

Skatttekjur í heild...............................

87.844

101.477

121.219

5,6

4,4

15,5

19,5

   Skattar á tekjur og hagnað.............

30.558

35.905

42.201

7,4

0,8

17,5

17,5

     Tekju­skattur einstaklinga...............

23.296

25.866

28.486

13,6

4,2

11,0

10,1

     Tekju­skattur lög­aðila.....................

1.384

3.721

3.963

-38,7

-38,5

168,9

6,5

     Skattur á fjár­magns­tekjur og fl .......

5.878

6.318

9.752

17,2

3,0

7,5

54,4

  Trygginga­gjöld................................

9.478

10.891

12.818

10,4

3,9

14,9

17,7

  Eignarskattar...................................

3.394

3.942

6.276

-1,9

-19,2

16,1

59,2

  Skattar á vöru og þjónustu.............

44.186

50.564

59.688

4,0

9,8

14,5

18,0

     Virðisaukaskattur..  ........................

28.519

33.100

39.683

7,3

9,1

16,1

19,9

 Aðrir óbeinir skattar.........................

15.667

17.464

20.005

-1,5

11,2

11,5

14,5

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

       Vöru­gjöld af öku­tækjum..............

1.588

2.297

4.017

-20,6

45,8

44,6

74,9

       Vöru­gjöld af bensíni.....................

2.906

3.333

3.514

-3,6

1,9

14,7

5,4

       Þung­a­sk­attur.............................

1.899

2.186

2.535

-3,6

1,6

15,1

16,0

       Áfengis­gjald og hagn. ÁTVR........

3.761

3.841

4.106

-2,3

24,2

2,1

6,9

       Annað............................................

5.513

5.807

5.833

6,2

4,9

5,3

0,4

  Aðrir skattar......................................

229

176

235

12,0

-12,6

-23,1

33,5

Aðrar tekjur.........................................

20.851

7.713

15.337

21,4

169,2

-63,0

98,8

Tekjur alls...........................................

108.695

109.190

136.556

6,7

18,3

0,5

25,1

 
 
 

Gjöld ríkissjóðs janúar-maí

 (Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Almenn mál........................................

11.087

11.875

12.142

19,2

1,5

7,1

2,2

 

   Almenn opinber mál.........................

6.144

6.539

6.626

22,5

-0,4

6,4

1,3

 

   Löggæsla og öryggismál..................

4.943

5.336

5.515

15,1

3,9

8,0

3,4

 

Félagsmál..........................................

65.068

72.167

79.214

12,4

10,8

10,9

9,8

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

14.238

16.542

18.239

13,8

8,1

16,2

10,3

 

           Heilbrigðismál..........................

27.286

29.249

32.832

14,6

11,6

7,2

12,2

 

           Almannatryggingamál..............

19.880

22.008

23.495

7,0

13,0

10,7

6,8

 

Atvinnumál........................................

14.482

15.573

15.408

2,0

4,5

7,5

-1,1

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

4.773

4.847

4.962

-7,9

3,4

1,6

2,4

 

           Samgöngumál..........................

5.661

6.618

6.175

8,1

2,6

16,9

-6,7

 

Vaxtagreiðslur...................................

10.120

8.417

14.066

6,7

-18,8

-16,8

67,1

 

Aðrar greiðslur..................................

5.559

5.216

5.961

6,0

17,1

-6,2

14,3

 

Greiðslur alls.....................................

106.315

113.248

126.790

10,5

5,5

6,5

12,0

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta