Hoppa yfir valmynd
11. mars 2024

Utanríkisráðherra ræðir fríverslunarsamninginn á hádegisverðarfundi í Nýju-Delhí.

Fríverslunarsamningurinn er mikilvægasti viðskiptasamningur, sem Ísland hefur gert við Asíu í meira en áratug, sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi í Nýju-Delhí 11. mars 2024. Daginn áður undirritaði utanríkisráðherra fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna, þ. m. t. Íslands, og Indlands. Hádegisverðurinn var í boði Íslensk-indversku viðskiptasamtakanna (IIBA) og sendiráðs Íslands í Nýju-Delhí. Ráðherra svaraði fjölda spurninga og athugasemda fundarmanna og sagði samninginn myndu styrkja viðskipti, efnahagssamstarf og stjórnmálatengsl ríkjanna í framtíðinni. Samningurinn við Indland, fjölmennasta lýðræðisríki í heimi, væri líklega mikilvægasti viðskiptasamningur, sem EFTA hefði gert til þessa, sagði ráðherrann. Hádegisverðarfundinn ávörpuðu einnig Prasoon Dewan formaður IIBA og Guðni Bragason sendiherra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta