Hoppa yfir valmynd
4. maí 2005 Innviðaráðuneytið

Ríkið selur hlut sinn í Flugskóla Íslands hf.

Nú fyrir stundu undirritaði samgönguráðherra kaupsamning um hlutafé milli íslenska ríkisins og Flugtaks ehf., Air Atlanta hf. og Flugskólans hf.

Guðlaugur Sigurðsson, Sturla Böðvarsson og Ómar Benediktsson undirrita kaupsamninginn
HPIM1889

Flugskóli Íslands sem varð til með setningu laga um skólann, sem afgreidd voru á Alþingi sumarið 1997, er nú einkavæddur með öllu.

Fyrir árið 1998 var öll kennsla til bóklegra atvinnuflugmannsréttinda á hendi Flugmálastjórnar. Á sama tíma annaðist Flugmálastjórn einnig eftirlit með öllu flugi og þar með talið flugkennslu í landinu. Lögin frá 1997 voru sett í þeim tilgangi að tryggja áframhaldandi kennslu til atvinnuflugs í landinu.
Auk ríkisins tóku Flugleiðir hf., Air Atlanta, Íslandsflug hf. auk flugskólanna Flugtaks og Flugmenntar þátt í stofnun og uppbyggingu skólans.

Flugskóli Íslands er nú alfarið í eigu einkaaðila eins og áform stjórnvalda um einkavæðingu gera ráð fyrir. Eftirlit verður áfram í höndum Flugmálastjórnar Íslands.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta