Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi
Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi
Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Blönduósi. Framkvæmdastjóri er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og hafi reynslu af stjórnun, fjármálaumsýslu og áætlanagerð. Nauðsynlegt er að framkvæmdastjóri hafi góða færni í mannlegum samskiptum.
Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri og Magnús Skúlason, deildarstjóri í síma: 545-8700.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík fyrir 6. ágúst n.k. Umsækjendur eru beðnir um að láta fylgja með staðfestingu á námi ef um er að ræða nám í erlendum skólum
Sérstök nefnd metur hæfni umsækjenda. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun hefur verið tekin.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Reykjavík, 4. júlí 2003
Reykjavík, 4. júlí 2003