Föstudagspóstur 13. október 2023
Heil og sæl,
Þessi vika hefur ekki verið tíðindalítil, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Stormasamar sviptingar á alþjóðasviðinu og í okkar eigin ríkisstjórn settu svip sinn á dagana og meira að segja veðrið tók skarpa stefnu, lóðbeint í vetrargír.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hóf vikuna á fordæmingu á hryðjuverkum Hamasliða í Ísrael og tók þar undir raddir kollega sinna víðsvegar um heim. Lýsti ráðherra yfir sorg vegna voðaverkanna og hvatti til þess að vítahring ofbeldis á svæðinu myndi linna.
Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023
These attacks must be stopped.
The cycle of violence must be broken.
People deserve peace and security.
Svo var hafist handa við að koma Íslendingum sem stödd voru í Ísrael heim með sem skjótustum hætti. Icelandir lagði til flugvél sem upprunalega stóð til að flygi til Tel Aviv en vegna öryggissjónarmiða lenti á endanum í Amman í Jórdaníu, þangað sem strandaglóparnir gátu ferðast með rútum. Vélin tók á loft frá Jórdaníu 9. október, tæpum tveimur sólarhringum eftir að árásin átti sér stað. Í vélinni voru 126 Íslendingar ásamt 5 Færeyingum, 4 Norðmönnum, flugáhöfn og fulltrúa frá utanríkisráðuneytinu. Þar að auki var í vélinni 12 manna hópur þýskra skólabarn. Kunnu þýsk stjórnvöld Íslandi góðar þakkir fyrir björgunina.
Á þriðjudag hófst árleg Friðarráðstefna sem þetta árið fjallaði um norræna samstöðu um frið. Aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Amina J. Mohammed, ávarpaði gesti og tók þátt í pallborðsumræðum við upphaf ráðstefnunnar. Hún var ánægð með heimsóknina en auk þess að taka þátt í ráðstefnunni átti hún fundi með utanríkisráðherra, utanríkismálanefnd alþingis, forseta Íslands, forsætisráðherra og ungliðum.
In these unhinged times, we must remember that to sustain peace we need leadership to address root causes, stop conflicts across the globe and the war against nature.
— Amina J Mohammed (@AminaJMohammed) October 10, 2023
I thanked Prime Minister @katrinjak and Minister of Foreign Affairs @thordiskolbrun for Iceland’s leadership. pic.twitter.com/pqPdsWMYve
Utanríkisráðherra ávarpaði að sjálfsögðu ráðstefnuna og minnti enn á mikilvægi þess að alþjóðalög væru virt
“We must ensure that international law remains the basis the basis for cooperation between nations”@thordiskolbrun, Minister of Foreign Affairs of Iceland at the #ImagineForum peace conference in Reykjavik, Iceland pic.twitter.com/QrqF346RU3
— Alþjóðamálastofnun / Institute of Int. Affairs (@AMS_IIA) October 10, 2023
Sama ákall mátti finna í yfirlýsingu Catherine Russel, framkvæmdastjóra UNICEF, einnar helstu samstarfsstofnunar Íslands í þróunarmálum, sem í yfirlýsingu sinni fordæmir alvarleg brot sem eru framin á börnum í Ísrael og á Gaza svæðinu um þessar mundir og ítrekaði mikilvægi þess að farið sé að alþjóðalögum og að mannúðarstofnanir fái að sinna sínu starfi og hafi öruggt aðgengi til að koma hjálpargögnum á rétta staði. Yfirlýsinguna má finna á Heimsljósi, fréttaveitu okkar um mannúðar- og þróunarmál.
Í lok vikunnar fór ráðherra ásamt fríðu föruneyti til Svíþjóðar á fund leiðtoga ríkja Sameiginlegu viðbragssveitarinnar. Í leiðinni hitti hún forstöðumann sænsks ígildis Íslandsstofu
On my way to meet leaders of @JEFnations I had a chance to meet Jan Larsson, CEO of @BusinessSweden. Since 2021 the cooperation between Business Sweden and Business Iceland has led to increased collaboration between Swedish and Icelandic companies.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 12, 2023
The context of the trip… pic.twitter.com/4iWHED9vU5
og átti tvíhliðafund með utanríkisráðherra Svíþjóðar Tobias Billström.
The pleasure is mine - dear colleague and friend @TobiasBillstrom.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 12, 2023
Cooperation between our two countries in various fields, not least security and defence, are of vital importance both bilaterally and in a multilateral context.
We agree on the unique opportunity for the NB8… https://t.co/s9HesUcOfA
Þá hitti ráðherra á dögunum hagsmunaaðila í viðskiptum, ferðaþjónustu, menningu og háskólasamstarfi með sterk tengsl við Pólland. Fundurinn var skipulagður af sendiráði Íslands í Póllandi.
Hefjum yfirferð yfir líf og störf á sendiskrifstofunum í Vínarborg. Helga Hauksdóttir afhenti forseta Austurríkis, dr. Alexander van der Bellen trúnaðarbréf sitt.
Sendiherra Íslands í Berlín María Erla Marelsdóttir fundaði með forsætisráðherra sambandslandsins Brandenborg, Dr. Dietmar Woidke í Potsdam þar sem þau ræddu samstarf Íslands og Brandenborgar á ýmsum sviðum m.a. jarðhita, vísinda og menningar. Einnig heimsótti hún orkuveitu Potsdam og fundaði með framkvæmdastjóra orku- og vatnsveitukerfa borgarinnar Christiane Preuss, og ræddu þær saman um jarðhitaverkefni í borginni og aframhaldandi samstarf á því sviði.
Íslenski píanóleikarinn Víkingur Heiðar fékk afhent Opus Classic verðlaunin sem besti hljóðfæraleikari ársins á verðlaunaathöfn í Berlín núna á sunnudaginn var. Sendiráðunautur sendiráðsins í Berlín Ágúst Már Águstsson var viðstaddur athöfnina.
Harald Aspelund sendiherra Íslands í Finnlandi, sem jafnframt hefur Eistland í umdæmi sínu, sótti hádegisverðarfund utanríkisráðherra Eistlands þar sem tilkynnt var um tilnefningu Eista hvað varðar kjör í Alþjóðlega sakamáladómstólinn.
Okkar fólk í Helsinki hefur haft í nógu að snúast. Á laugardag hittu sendiherrahjónin Hernán Rojas, hljóðtæknimanninn, útvarpsmanninn og framleiðandann, sem hefur á undanförnum árum rannsakað hvernig tónlist getur aukið vitund fólks um sjálfbæra þróun.
Þá opnuðu þau tvær listasýningar í gær
Sendiráðið þakkaði svo kjörræðismönnum Íslands í Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi og Litáen fyrir komuna en þeir funduðu í sendiráðinu í dag um málefni líðandi stundar og verkefni kjörræðismanna.
Í Kaupmannahöfn sótti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra norrænan ráðherrafund um sjálfbæran hagvöxt sem haldinn var á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra hitti svo fulltrúa Íslands á ársfundi þings Atlantshafsbandalagsins sem fór fram í Kaupmannahöfn.
Í London var sett upp ljósmyndasýning Ásgeirs Péturssonar í sendiráðinu.
Jörundur Valtýsson fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt ræðu um gervigreind á vettvangi fyrstu nefndar Sameinuðu þjóðanna.
"The use of artificial intelligence begs some serious questions that will demand close multilateral cooperation to avoid the very real risk of this technology becoming the tool of destruction rather than creation."
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) October 9, 2023
- @jvaltysson PermRep of #Iceland in #FirstCommittee #UNGA78 pic.twitter.com/vis29kcDUN
Í París var Orradóttir Ramette, sendiherra, var viðstödd opnun sýningar listakonunnar Örnu Gnáar Gunnarsdóttur.
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Washington hitti þingmanninn Eric Swalwell og átti með honum hugvekjandi fund, meðal annars um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði viðskipta og varnarmála.
Thank you @RepSwalwell for a productive & interestig meeting on range of current & worrying global issues. Discussed Iceland - US security & trade ties as well as growing cooperation with #California pic.twitter.com/yZItUoFW3i
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 13, 2023
Sendiráðið í Washington fékk jafnframt heimsókn frá nemendum í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ. Starfsmenn sendiráðsins gáfu kynningu um helstu verkefni, áherslur og nýlega hápunkta í starfi og boðið var upp á kaffi og kleinuhringi. Skemmtilegar umræður sköpuðust í kjölfarið.
Today the embassy received a group of Icelandic high school students from FG who are in DC on a school trip with their teachers. Staff of #TeamIceland @DavidLogi & @raggae86 gave a presentation about 🇮🇸🇺🇸 relations & the various tasks & focus areas the embassy works on. pic.twitter.com/uADFSEeL55
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 11, 2023
Eric Carlson, nýr Senior Arctic Official hjá Bandaríska utanríkisráðuneytinu kíkti líka í sendiráðið og ræddi við Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra um þátttöku sína á Hringborði norðurslóða í Reykjavík í næstu viku.
In #Reykjavik everyone is gearing up for the @_Arctic_Circle Assembly next week, the largest annual gathering of people working on Arctic affairs. Amb. @BEllertsdottir was therefore happy to meet today with Eric Carlson, the new 🇺🇸 Senior Arctic Official. pic.twitter.com/8u7FHshT0k
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 12, 2023
Og bandarísku öldungadeildarþingmennirnir og Íslandsvinirnir Lisa Murkowski (R-Alaska) og Angus King (I-Maine), sem eru í norðurslóðanefndar öldungadeildarinnar, lögðu fram frumvarpið “Nordic Trader and Investor Parity act“. Markmið frumvarpsins er að gera íslenskum fjárfestum auðveldara fyrir að fara á milli Íslands og Bandaríkjanna í því skyni að eiga viðskipti þar í landi.
The Arctic matters greatly to #Iceland and the US. Happy to see Arctic Caucus co-chairs @lisamurkowski & @SenAngusKing introduce the Nordic Trader and Investor Parity Act in the #Senate, aimed at enhancing trade and investment between 🇺🇸 & 🇮🇸. https://t.co/OZMjCDetVU
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) October 5, 2023
Hér er hægt að sjá frumvarpið sjálft.
Í Tókýó voru gagnaver á dagskrá á viðburði í sendiráði Íslands.
Experts in datacentres, connectivity, and renewable energy gathered @ 🇮🇸Embassy - meaningful discussions how cold climate & sustainably sourced electricity make Iceland ideal hub for energy-efficient data centers. 🌍💡 Exploring Renewable Energy & Datacentres in Iceland 🇮🇸🇯🇵” https://t.co/uKHofcH9oC
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) October 12, 2023
Ragnar Þorvarðarson sendiráðunautur hjá sendiráði Íslands í Tókýó hélt til Kyoto þar sem hann sinnti málsvarastarfi á sviði kynjajafnréttis sem er eitt af lykiláherslumálum í utanríkisstefnu Íslands
🇮🇸 is one of the leaders of #GenerationEquality’s Action Coalition on gender-based violence.
— Ragnar Thorvardarson (@RagnarThorv) October 11, 2023
Honoured to participate in panel discussions at @UNFPA, @UN_Women & civil-society event on importance of focusing on gender in @UN Global Digital Compact, during @intgovforum in #Kyoto. pic.twitter.com/cDleTWeAeq
Þórir Ibsen sendiherra Íslands í Peking stýrði samtali við vísindamenn um það hvernig karlmenn geti stutt betur við konur í vísindum og rannsóknum, á ráðstefnu á vegum UNDP í Shaozing sem haldin var í tengslum við 2023 World Women Scientist Conference
Honoured to moderate #HeForShe Fireside conversation with Dr Yang Wei & Dr Fu Qiaomei at the @UNDPChina 2023 Policy Dialogue on Women in Science: Breaking Barriers in STEM held in relation with the 2023 World Women Scientists Conference in Shaoxing 🇨🇳 pic.twitter.com/UVzTyW0vpm
— Thorir Ibsen (@ThorirIbsen) October 13, 2023
Degi evrópskra tungumála var fagnað í Bachów í Póllandi líkt og sendiráð okkar í Varsjá vakti athygli á.
Degi stúlkubarnsins var jafnframt fagnað víða á sendiskrifstofum okkar.
Íslenska heimildamyndin Hækkum rána var sýnd í Brussel í tilefni af degi stúlkubarnsins. Kristján Andri Stefánsson bauð gesti velkomna og talaði um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni í átt að jafnrétti. "Þegar konur væru ekki aðilar að vinnumarkaðnum til jafns við karla værum við aðeins að spila með helming liðsins inni á vellinum," segir m.a. í færslu sendiráðs okkar í Brussel á Facebook.
Í London, þar sem Ísland tók ásamt fleiri sendiráðum þátt í verkefninu Ambassador for a Day:
Í Úganda, þar sem jafnframt var haldið upp á 25 ára afmæli almennrar grunnmentunar:
Og í Malaví:
Við ljúkum þessum föstudagspósti á fréttum af árlegri skýrslu Mannfjöldstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) sem var í vikunni í fyrsta sinn formlega gefin út og kynnt á Íslandi. Athöfnin fór fram í Kvennaskólanum í Reykjavík í fullum sal af nemendum í kynjafræði sem spurðu fjölmargra hugvekjandi spurninga í kjölfar kynningar á skýrslunni.
Óskum ykkur góðrar helgar!
Upplýsingadeild