Hoppa yfir valmynd
1. mars 2004 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn fær nýja stjórn

Umhverfisráðherra hefur skipað nýja stjórn Náttúrurrannsóknastöðvarinnar við Mývatn til þriggja ára. Stjórnin er skipuð með vísan til 4. gr. laga nr. 36/1974, um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, sbr. og 3. gr. reglugerðar nr. 136/1978 um framkvæmd laganna. Nýja stjórnin er þannig skipuð:

Davíð Egilson, forstjóri, tilnefndur af Umhverfisstofnun, formaður til vara Árni Bragason, forstöðumaður, varaformaður,

Hörður Kristinsson, grasafræðingur, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands, til vara Ólafur Karl Nielsen, dýrafræðingur,

Hreggviður Norðdahl, Fil. Dr. aðjúnkt við jarð- og landfræðiskor, tilnefndur af raunvísindadeild Háskóla Íslands, til vara Sigurður S. Snorrason, Ph. D. dósent við líffræðiskor,

Jón Benediktsson, Auðnum, Laxárdal, tilnefndur af Landeigendafélagi Laxár og Mývatns, til vara Kári Þorgrímsson, Garði, Mývatnssveit og

Sigbjörn Gunnarsson, sveitarstjóri, tilnefndur af sveitarstjórn Skútustaðahrepps, til vara Guðrún María Valgeirsdóttir, oddviti.

Fréttatilkynning nr. 5/2004

Umhverfisráðuneytið

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta