Fundir stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins
- Fundagögn birt
- Verkefnum lokið eða í vinnslu
- Virkt samráð um mikilvæg viðfangsefni
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og aðilar vinnumarkaðarins hafa fundað um ýmis viðfangsefni sem lúta að samskiptum vinnumarkaðarins og stjórnvalda frá því í desember 2017.
Fundirnir hafa verið tíu talsins og allir verið haldnir í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fundina hafa setið forsvarsmenn heildarsamtaka á vinnumarkaði, þ.e. Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, BSRB, Bandalags háskólamanna og Kennarasambands Íslands auk forsvarsmanna Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisstjórnarinnar, þ.e. forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þá hefur ríkissáttasemjari sótt fundina auk þess sem félags- og jafnréttismálaráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hafa sótt fundi eftir þörfum.
Umræðuefni á fundunum hafa verið eftirfarandi:
- Kjararáð og launaþróun kjörinna fulltrúa og embættismanna
- Launatölfræði og hagnýting hennar
- Áherslur stjórnvalda í félagslegum umbótum og félagslegur stöðugleiki
- Stefna í húsnæðismálum
- Staða og stefnumörkun um sjóði vinnumarkaðarins – Atvinnuleysistryggingar, fæðingarorlof og ábyrgðarsjóð launa
- Stefna í menntamálum
- Staða efnahagsmála og hagstjórn
- Útvíkkun Þjóðhagsráðs
- Sögulegt samspil launa, bóta, skatta og ráðstöfunartekna
- Endurskoðun tekjuskattskerfis
Eftirfarandi verkefnum, sem leiða af samtali stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, er lokið:
- Hækkun atvinnuleysistrygginga
- Hækkun hámarksgreiðslna Ábyrgðarsjóðs launa
- Kjararáð lagt niður
Önnur verkefni sem eru í vinnslu:
- Endurskoðun tekjuskattskerfis
- Frumvarp um nýtt fyrirkomulag launa kjörinna fulltrúa
- Hagsveifluleiðrétt atvinnuleysistryggingagjald
- Úttekt á Fræðslusjóði
- Starfshópur um umbætur á úrvinnslu og nýtingu launatölfræðiupplýsinga
- Upptaka launaupplýsinga frá öllum launagreiðendum að norskri fyrirmynd
- Skattlagning greiðslna úr sjúkrasjóðum
- Yfirlýsing vegna kjarasamninga við BHM
- Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar
Hér má finna það efni sem hefur verið lagt fram á fundunum en þar hafa ýmsir aðilar lagt fram gögn og kynningar: