Hoppa yfir valmynd
20. júní 2014 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 48/2014, úrskurður 20. júní 2014     

Mál nr. 48/2014           
Eiginnafn: Martin   
Kenninafn: Pétursson

Hinn 20. júní 2014 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 48/2014.

Með bréfi Þjóðskrár Íslands, dags. 19. janúar 2014, var óskað úrskurðar mannanafnanefndar um beiðni umsækjanda um að fella niður eiginnöfn sín og taka upp eiginnafnið Martin. Jafnframt óskar hann taka upp kenningu til föður síns, og rita kenninafnið Pétursson.

Ekkert í lögum nr. 45/1996, um mannanöfn, stendur í vegi fyrir því að fallist sé á ofangreinda beiðni.

Úrskurðarorð:

Fallist er á eiginnafnið Martin og föðurkenninguna Pétursson

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta