Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2020 Dómsmálaráðuneytið

Skipað í tvö embætti lögreglustjóra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Úlfar Lúðvíksson í embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og Grím Hergeirsson í embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum að undangengnu mati hæfisnefndar. Þeir eru skipaðir í embætti frá 16. nóvember næstkomandi.

Úlfar Lúðvíksson hefur áralanga reynslu sem lögreglustjóri og sem sýslumaður, nú síðast sem Lögreglustjóri á Vesturlandi. Þá hefur hann víðtæka reynslu af almannavörnum og verið formaður Lögreglustjórafélagsins frá 2016. Úlfar hefur verið lögreglustjóri á Vesturlandi, sýslumaður á Ísafirði, lögreglustjóri á Vestfjörðum og sýslumaður á Patreksfirði á árunum frá 2008 til dagsins í dag.

Grímur Hergeirsson hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1996, var hjá lögreglunni á Selfossi 1997-2000. Árið 2001 var hann kennari við Lögregluskóla ríkisins. Á árunum 2002-2004 var hann rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Selfossi en varðstjóri í almennri deild síðasta árið. Á árunum 2005-2007 vann Grímur hjá Sveitarfélaginu Árborg, sem verkefnastjóri íþrótta-, forvarna og menningarmála. Frá útskrift 2009 til 2014 var Grímur starfandi lögmaður í samstarfi við aðra. Hann var löglærður fulltrúi í um 9 mánuði hjá sýslumanninum á Selfossi á árunum 2014-2015. Árið 2015 færði hann sig til lögreglustjórans á Suðurlandi og var fyrst rannsóknarlögreglumaður, síðar löglærður fulltrúi ákærusviðs, en frá 2017 staðgengill lögreglustjóra og yfirmaður ákærusviðs embættisins. Grímur hefur tvisvar verið settur lögreglustjóri á árinu 2020 í samtals fimm mánuði, fyrst á Suðurlandi en síðan á Suðurnesjum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta