Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2024 Forsætisráðuneytið

Gylfi Þór ráðinn í samhæfingu vegna Grindavíkur

Gylfi Þór Þorsteinsson - mynd

Forsætisráðuneytið hefur tímabundið ráðið Gylfa Þór Þorsteinsson, teymisstjóra hjá Rauða krossinum, til að leiða samhæfingu vegna Grindavíkur. Mun hann meðal annars samhæfa samskipti og upplýsingagjöf til Grindvíkinga vegna jarðhræringa á Reykjanesi.

Gylfi Þór hefur víðtæka reynslu af flóknum og umfangsmiklum verkefnum. Má þar nefna móttöku flóttafólks frá Úkraínu, uppsetningu og rekstur farsóttarhúsa á tímum COVID auk annarra starfa fyrir Rauða krossinn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta