Hoppa yfir valmynd
19. júní 2017 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Tillögur um aðgerðir við framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum

Stefnumótun Æskulýðsráðs var lögð fram um mitt ár 2014 en unnið hafði verið að verkefninu frá árinu 2012. Stefnumótunin er m.a. byggð á SVÓT – greiningu sem lögð var fyrir árið 2012 ásamt víðtæku samráði við hagsmunaaðila.
Gildistími stefnumótunarinnar er frá 2014 - 2018 en Æskulýðsráð fól mennta- og menningarmálaráðuneytinu að undirbúa aðgerðaáætlun í samráði við stýrihóp.
Ráðuneytið skipaði fjögurra manna stýrihóp auk varamanna í lok árs 2015. Í honum voru formaður Æskulýðsráðs (Hilmar Freyr Kristinsson), nefndarmaður í Æskulýðsráði (Hermann Sigurðsson), fulltrúi sveitarfélaga (Valur Rafn Halldórsson), fulltrúi Evrópu unga fólksins (Hjörtur Ágústsson) og fulltrúi ráðuneytisins (Valgerður Þórunn Bjarnadóttir). Varamenn voru Sabína Steinunn Halldórsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir frá Æskulýðsráði.
Stýrihópurinn fór yfir öll markmið stefnumótunarinnar og gerði tillögu um aðgerðir þar sem við átti.

Tillögur um aðgerðir við framkvæmd stefnumótunar Æskulýðsráðs í æskulýðsmálum 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta