Mál nr. 45/2012
ÁLIT
KÆRUNEFNDAR HÚSAMÁLA
í málinu nr. 45/2012
Leigutími. Endurgreiðsla tryggingarfjár.
I. Málsmeðferð kærunefndar
Með bréfi, dags. 16. ágúst 2012, beindi A, hér eftir nefnd álitsbeiðandi, til nefndarinnar erindi vegna ágreinings við B, hér eftir nefnd gagnaðili.
Með bréfi, dags. 27. ágúst 2012, var álitsbeiðanda tilkynnt að málatilbúnaður hennar hafi ekki uppfyllt skilyrði 85. gr. húsaleigulaga og beint til hennar að bæta úr annmörkum svo kærunefnd væri unnt að taka málið til meðferðar.
Með bréfi, dags. 17. september 2012, barst kærunefnd húsamála á ný erindi álitsbeiðanda vegna ágreinings við gagnaðila.
Gagnaðila var gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina sjónarmiðum sínum og kröfum í samræmi við ákvæði 3. mgr. 85. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994. Greinargerð hefur ekki borist frá gagnaðila.
Álitsbeiðni var lögð fyrir nefndina og málið tekið til úrlausnar á fundi hennar 28. febrúar 2013.
Með bréfi, dags. 27. ágúst 2012, var álitsbeiðanda tilkynnt að málatilbúnaður hennar hafi ekki uppfyllt skilyrði 85. gr. húsaleigulaga og beint til hennar að bæta úr annmörkum svo kærunefnd væri unnt að taka málið til meðferðar.
Með bréfi, dags. 17. september 2012, barst kærunefnd húsamála á ný erindi álitsbeiðanda vegna ágreinings við gagnaðila.
Gagnaðila var gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina sjónarmiðum sínum og kröfum í samræmi við ákvæði 3. mgr. 85. gr. húsaleigulaga, nr. 36/1994. Greinargerð hefur ekki borist frá gagnaðila.
Álitsbeiðni var lögð fyrir nefndina og málið tekið til úrlausnar á fundi hennar 28. febrúar 2013.
II. Helstu málsatvik og ágreiningsefni
Með leigusamningi, dags. 26. apríl 2012, tók álitsbeiðandi á leigu íbúð í eigu gagnaðila að C. Um var að ræða ótímabundinn leigusamning frá 1. maí 2012. Ágreiningur er um endurgreiðslu tryggingarfjár.
Kærunefnd telur að krafa álitsbeiðanda sé:
Að viðurkennt verði að gagnaðila beri að endurgreiða álitsbeiðanda tryggingarfé sem samsvari tveggja mánaða leigugreiðslu.
Í álitsbeiðni kemur fram að gagnaðili hafi innheimt húsaleigu frá 1. apríl 2012 en leigusamningur hafi ekki tekið gildi fyrr en 1. maí 2012. Reykjavíkurborg hafi greitt tryggingarfé fyrir álitsbeiðanda inn á reikning gagnaðila. Þegar álitsbeiðandi hafði búið í íbúðinni í tvo mánuði reyndist leigusamningi hafa verið rift þannig að hún fékk ekki greiddar húsaleigubætur.
Með bréfi, dags. 25. maí 2012, hafi gagnaðili rift leigusamningnum vegna vangoldinnar húsaleigu. Í bréfinu komi fram að greiðsluáskorun hafi verið send 1. apríl 2012. Með bréfi álitsbeiðanda til gagnaðila, dags. 9. júlí 2012, hafi verið á það bent að upphaf leigutímans hafi hins vegar verið 1. maí 2012. Ljóst sé að greiðsluáskorunin hafi ekki verið send lögum samkvæmt. Þá bendir kærandi á það að þrír mánuðir hafi verið greiddir fyrirfram og því líti álitsbeiðandi svo á að hún skuldi ekki leigu. Geti riftun gagnaðila ekki verið gild. Krefst álitsbeiðandi endurgreiðslu á tveggja mánaða fyrirframgreiðslu að fjárhæð 260.000 kr.
Með bréfi, dags. 25. maí 2012, hafi gagnaðili rift leigusamningnum vegna vangoldinnar húsaleigu. Í bréfinu komi fram að greiðsluáskorun hafi verið send 1. apríl 2012. Með bréfi álitsbeiðanda til gagnaðila, dags. 9. júlí 2012, hafi verið á það bent að upphaf leigutímans hafi hins vegar verið 1. maí 2012. Ljóst sé að greiðsluáskorunin hafi ekki verið send lögum samkvæmt. Þá bendir kærandi á það að þrír mánuðir hafi verið greiddir fyrirfram og því líti álitsbeiðandi svo á að hún skuldi ekki leigu. Geti riftun gagnaðila ekki verið gild. Krefst álitsbeiðandi endurgreiðslu á tveggja mánaða fyrirframgreiðslu að fjárhæð 260.000 kr.
III. Forsendur
Gagnaðili hefur ekki sent kærunefnd greinargerð í málinu og því mun kærunefnd taka málið til úrlausnar á grundvelli þeirra gagna sem álitsbeiðandi lagði fram.
Í málinu liggur fyrir húsaleigusamningur, dags. 26. apríl 2012. Um er að ræða ótímabundinn leigusamning með leigutíma frá 1. maí 2012. Fjárhæð leigunnar er ákveðin 140.000 kr. á mánuði, þar af bein greiðsla fyrir leiguafnot 130.000 kr. Í leigusamningnum kemur fram að fyrirframgreiðsla við upphafi leigutíma sé þrír mánuðir, samtals 390.000 kr. Í málinu liggur fyrir bréf Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2012, um staðfestingu Reykjavíkurborgar á umsókn álitsbeiðanda um lán að fjárhæð 390.000 kr. fyrir fyrirframgreiðslu húsaleigu. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að fyrirframgreiðslan hafi verið lögð inn á reikning gagnaðila.
Í gögnum málsins liggur ekki fyrir greiðsluáskorun, dags. 1. apríl 2012. Hins vegar liggur fyrir yfirlýsing gagnaðila um riftun, dags. 25. maí 2012, á grundvelli greiðsluáskorunar, dags. 1. apríl 2012. Leigutíminn hófst hins vegar ekki fyrr en 1. maí 2012. Með vísan til þess verður ekki ráðið að greiðsluáskorun vegna vangoldinnar húsaleigu hafi verið send álitsbeiðanda eftir að leigutíminn hófst og áður en riftun var lýst yfir með bréfi, dags. 25. maí 2012. Með vísan til þess er það álit kærunefndar að riftun gagnaðila hafi verið ólögmæt.
Samkvæmt leigusamningnum var húsaleigan ákveðin 140.000 kr. á mánuði. Álitsbeiðandi greiddi gagnaðila fyrirframgreiðslu að fjárhæð 390.000 kr. Í málinu liggur fyrir yfirlýsing, dags. 9. júlí 2012, þar sem gagnaðili staðfestir móttöku húslykla. Það er álit kærunefndar að álitsbeiðanda hafi borið að greiða gagnaðila húsaleigu fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 9. júlí 2012, þ.e. 140.000 kr. fyrir maí, 140.000 kr. fyrir júní og 40.645 kr. fyrir júlí eða samtals 320.645 kr. Með vísan til þess ber gagnaðila að endurgreiða álitsbeiðanda 69.355 kr. af fyrirframgreiddri leigu.
Í málinu liggur fyrir húsaleigusamningur, dags. 26. apríl 2012. Um er að ræða ótímabundinn leigusamning með leigutíma frá 1. maí 2012. Fjárhæð leigunnar er ákveðin 140.000 kr. á mánuði, þar af bein greiðsla fyrir leiguafnot 130.000 kr. Í leigusamningnum kemur fram að fyrirframgreiðsla við upphafi leigutíma sé þrír mánuðir, samtals 390.000 kr. Í málinu liggur fyrir bréf Reykjavíkurborgar, dags. 8. maí 2012, um staðfestingu Reykjavíkurborgar á umsókn álitsbeiðanda um lán að fjárhæð 390.000 kr. fyrir fyrirframgreiðslu húsaleigu. Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að fyrirframgreiðslan hafi verið lögð inn á reikning gagnaðila.
Í gögnum málsins liggur ekki fyrir greiðsluáskorun, dags. 1. apríl 2012. Hins vegar liggur fyrir yfirlýsing gagnaðila um riftun, dags. 25. maí 2012, á grundvelli greiðsluáskorunar, dags. 1. apríl 2012. Leigutíminn hófst hins vegar ekki fyrr en 1. maí 2012. Með vísan til þess verður ekki ráðið að greiðsluáskorun vegna vangoldinnar húsaleigu hafi verið send álitsbeiðanda eftir að leigutíminn hófst og áður en riftun var lýst yfir með bréfi, dags. 25. maí 2012. Með vísan til þess er það álit kærunefndar að riftun gagnaðila hafi verið ólögmæt.
Samkvæmt leigusamningnum var húsaleigan ákveðin 140.000 kr. á mánuði. Álitsbeiðandi greiddi gagnaðila fyrirframgreiðslu að fjárhæð 390.000 kr. Í málinu liggur fyrir yfirlýsing, dags. 9. júlí 2012, þar sem gagnaðili staðfestir móttöku húslykla. Það er álit kærunefndar að álitsbeiðanda hafi borið að greiða gagnaðila húsaleigu fyrir tímabilið 1. maí 2012 til 9. júlí 2012, þ.e. 140.000 kr. fyrir maí, 140.000 kr. fyrir júní og 40.645 kr. fyrir júlí eða samtals 320.645 kr. Með vísan til þess ber gagnaðila að endurgreiða álitsbeiðanda 69.355 kr. af fyrirframgreiddri leigu.
IV. Niðurstaða
Það er álit kærunefndar að gagnaðila beri að endurgreiða álitsbeiðanda 69.355 kr. af fyrirframgreiddri leigu.
Reykjavík, 28. febrúar 2013
Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
Valtýr Sigurðsson
Ásmundur Ásmundsson