Hoppa yfir valmynd
21. október 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Menningar- og viðskiptaráðherra fundaði með framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra fundaði í gær með Karen Ellemann framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.

Karen Ellemann tók við stöðunni 1. janúar á þessu ári, sama dag og Ísland tók við formennsku í nefndinni. Fundurinn fór fram í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Ræddu þær meðal annars um mikilvægi norrænnar samvinnu á sviði menningarmála. Ræddu þær einnig þann mikla norræna bókmenntaarf sem Norðurlöndin búa að og framlag Íslands til heimsbókmenntanna í gegnum aldirnar.

Karen Ellemann sat á danska þinginu frá árinu 2007 til 2022 og hefur jafnframt átt sæti í Norðurlandaráði. Hún hefur verið jafnréttisráðherra, umhverfisráðherra og félagsmála- og innanríkisráðherra. Auk þess hefur hún nokkrum sinnum verið sá ráðherra í Danmörku sem hefur farið með málefni norræns samstarfs.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta