Þórir Ibsen sendiherra tók á móti sendinefnd frá tékkneska þinginu
Þórir Ibsen, sendiherra gagnvart Tékklandi, tók þann 7. maí á móti sendinefnd öldungadeildar tékkneska þingsins ásamt sendiherra Tékklands gagnvart Íslandi. Var rætt um tvíhliðasamstarf ríkjanna, þ.á.m. skipun nýs aðalræðismanns í Prag og samstarfsverkefni í bígerð með stuðningi Uppbyggingarsjóðs EES, annars vegar kynning á jafnlaunavottun á Íslandi og hins vegar mögulegt samstarf sambands sveitarfélaga í Tékklandi og Íslandi um Snjallborgir. Þá var einnig rætt um formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni, EES samninginn og aðild Íslands að innri markaðinum, flóttamannamál, sjávarútveg og ferðaþjónustu á Íslandi, Erasmus og menntamál, svo nokkuð sé tiltekið.