Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2019

ÍSÍ og Tama City Tokyo undirrita viljayfirlýsingu í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó 2020

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) undirritaði í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu ásamt Tama City Tokyo og Kokushikan háskóla um samstarf um æfingaaðstöðu fyrir íslenska hópinn sem tekur þátt í Ólympíuleikunum í Tókýó 2020.

Viljayfirlýsinguna undirrituðu þau Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Hiroyuki Abe, borgarstjóri Tama City og Hideo Osawa, stjórnarformaður Kokushikan háskólans í viðurvist sendiherra Íslands í Japan Elínar Flygenring. Tama City Tokyo er sveitarfélag á höfuðborgarsvæði Tókýó-borgar með um 150 þúsund íbúa, en heildar íbúafjöldi höfuðborgarsvæðis Tókýó er um 35 milljónir.

Viljayfirlýsingin felur í sér að Tama City Tokyo og Kokushikan háskólinn munu bjóða æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda Ólympíuleikanna 2020 og verða þannig aðsetur íslenska hópsins.

 

 

  • ÍSÍ og Tama City Tokyo undirrita viljayfirlýsingu í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó 2020 - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta