Hoppa yfir valmynd
9. mars 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Nefnd skipuð um lækningatengda ferðaþjónustu

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur skipað nefnd til að skoða þær margvíslegu hugmyndir sem á lofti eru um uppbyggingu lækningatengdrar ferðaþjónustu á Íslandi.

Nefndinni er m.a. ætlað að leggja mat á áform um að setja á stofn einkasjúkrahús og skoða fýsileika slíkra verkefna í ljósi áhrifa og afleiðinga sem þau geti haft fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi í framtíðinni, þ.m.t. á vinnumarkað heilbrigðisstarfsmanna. Jafnframt er nefndinni falið að meta möguleika íslensks heilbrigðiskerfis til að sinna erlendum sjúklingum á komandi árum, m.a tæki, mannafla og húsnæði, sem þegar er til staðar og mun losna þegar nýr Landspítali hefur risið.

Nefndinni er ætlað að skila fyrstu tillögum sínum til ráðherra í síðasta lagi fimmtudaginn 1. júlí 2010.


Nefnd um lækningatengda ferðaþjónustu



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta