Tilskipun um varnir gegn beittum áhöldum
Á fundi ráðherraráðs vinnu-, félags- og heilbrigðismála þann 8. mars var samþykkt tilskipun um vinnuvernd.
Tilskipunin miðar að því að draga úr hættu á að heilbrigðisstarfsmenn verði fyrir skaða af nálum eða öðrum beittum áhöldum í starfi sínu. Ætlað er að stungusár séu yfir 1 milljón á degi hverjum innan Evrópusambandsins og þau hafa í sumum tilfellum mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þá starfsmenn sem fyrir þeim verða.
Tilskipunin byggir á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá því í júlí 2009.
Nánari upplýsingar um tilskipunina eru á vef Evrópusambandsins.