Hoppa yfir valmynd
10. mars 2010 Heilbrigðisráðuneytið

Unnið að því að efla stöðu heilsugæslunnar

Heilbrigðisráðherra hefur komið á fót nefnd til að leggja fram tillögur um hvernig unnt verði að efla stöðu heilsugæslunnar og tryggja að landsmenn búi við sem jafnasta kosti í heilsufarslegum efnum. Er þetta í samræmi við ákvæði samstarfsyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið er á um endurskoðun heilbrigðisþjónustu. Meginmarkmið þessara umbóta er jöfnuður, gott aðgengi, góð þjónusta og hagkvæmni.


Nefndin er ætlað að gera tillögur um á hvern hátt unnt sé að innleiða tilvísanaskyldu í heilbrigðisþjónustu. Einnig verði gerðar tillögur um önnur atriði er tengjast heilsugæslu, svo sem forvarnir, fræðslu, kennslu, heilsugæslu í skólum, barnalækningar, tannvernd, tannlæknisþjónustu og læknavaktina.

Nefndinni er ætlað að skila fyrstu tillögum sínum til ráðherra í síðasta lagi þriðjudaginn 1. júní 2010.

Nefnd til þess að leggja fram tillögur um hvernig unnt verði að efla stöðu heilsugæslunnar og tryggja að landsmenn búi við sem jafnasta kosti í heilsufarslegum efnum


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta