Sameining Lýðheilsustöðvar og landlæknisembættisins undirbúin
Undirbúningshópur sem vinna mun að sameiningu Landlæknisembættis og Lýðheilsustöðvar fundaði í fyrsta sinn í heilbrigðisráðuneytinu í gær. Margrét Björnsdóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, hefur með höndum verkstjórn í sameiningarferlinu og mun hún leiða þá vinnu sem framundan er í samráði við Geir Gunnlaugsson landlækni og starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins.
Sameiningin er í samræmi við tillögu starfsnefndar um breytta skipan stjórnsýslu heilbrigðisráðuneytisins, sem skilaði skýrslu í janúar 2010. Stefnt er að því að ný stofnun taki til starfa 1. janúar 2011.