Reglugerð nr. 190/2010 hrint í framkvæmd
Afgreiðsla umsókna á grundvelli reglugerðar nr. 190/2010 er hafin og hafa Sjúkratryggingar Íslands sent þeim einstaklingum sem þegar höfðu lagt inn umsókn bréf þess efnis. Jafnframt munu Sjúkratryggingar hafa samband við þá sem ætla má að eigi rétt skv. reglugerðinni, en fengið hafa synjun skv. fyrri reglugerðum sem beint var til sama hóps sjúklinga.
Reglugerð nr. 190/2010 fjallar um þátttöku sjúkratrygginga í nauðsynlegum tannlækninga- og tannréttingakostnaði sjúkratryggðra vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, sjúkdóma og slysa. Nær hún meðal annars til meðferðar barna með skarð í vör og klofinn góm – en foreldrar þeirra hafa til þessa þurft að bera mikinn kostnað af meðferð barna sinna.