Hoppa yfir valmynd
9. október 2024 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Skýrsla ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 komin út

Viðamikil skýrsla um stöðu og þróun jafnréttismála á Íslandi kom út í dag. - mynd

Skýrsla ráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála 2020-2024 er komin út en ráðherra jafnréttismála skal gefa út slíka skýrslu einu sinni á kjörtímabili. Skýrslan fylgir með tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum 2025-2028 sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, mælti fyrir á Alþingi í dag.

Skýrslan er afar viðamikil og inniheldur mat á stöðu og árangri verkefna í gildandi þingsályktun um framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum, auk umfjöllunar um stöðu og þróun jafnréttismála á helstu sviðum samfélagsins.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhersla hafi verið lögð á markvissar aðgerðir í jafnréttismálum þau ár sem hún nær yfir og ýmsar vörður markaðar á sviði jafnréttismála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta