Hoppa yfir valmynd
6. ágúst 2020 Innviðaráðuneytið

Umsóknarfrestur um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna framlengdur

Almenningssamgöngur milli byggða. - mynd

Frestur til að senda umsóknir um framlög til verkefna á sviði almenningssamgangna á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar hefur verið framlengdur til miðnættis föstudaginn 14. ágúst.

Markmiðið með verkefninu (aðgerð A.10 - Almenningssamgöngur um land allt) er að styðja við þróun almenningssamgangna, einkum út frá byggðalegum sjónarmiðum. Til ráðstöfunar verða allt að 32,5 milljónir kr.

Styrkhæf verkefni:

  • Þjónusta. Verkefni sem snúast um að samþætta almenningssamgöngur annarri þjónustu eða breytingum á rekstrarformi, s.s. deililausnum og samflutningum.
  • Markaðsmál. Markaðsátak sem miðar að því að bæta nýtingu á núverandi þjónustu. Getur verið í ýmsu formi og beinst að mismunandi hópum.
  • Rannsóknir og þróun. Verkefni sem miða t.d. að nýsköpun í þjónustu.

Við forgangsröðun umsókna verður litið til verkefna sem styðja við:

  • Heildarstefnu í almennings­samgöngum milli byggða (Ferðumst saman). 
  • Byggðasjónarmið og áherslur sem fram koma í stefnumótandi byggðaáætlun.
  • Önnur atriði sem skipta máli við mat á aðstæðum viðkomandi svæðis eða landshluta.

Þriggja manna valnefnd gerir tillögur til ráðherra um veitingu framlaga til verkefna á grundvelli úthlutunarskilmála. Áætlað er að niðurstöður ráðherra liggi fyrir í september 2020. Byggðastofnun annast fyrir hönd ráðuneytisins samningsgerð við styrkþega, umsýslu með greiðslum og eftirlit með framkvæmd verkefnis.

Fylgiskjöl

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta