Hoppa yfir valmynd
16. desember 2004 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 13/2004

Fimmtudaginn, 16. desember 2004

A

gegn

Tryggingastofnun ríkisins

 

Úrskurður

Mál þetta úrskurðuðu Guðný Björnsdóttir hdl., Gunnlaugur Sigurjónsson læknir og Heiða Gestsdóttir lögfræðingur.

Þann 11. mars 2004 barst úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála kæra A, dags. 8. mars 2004.

Kærð var ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins sem tilkynnt var kæranda með bréfi dagsettu 16. janúar 2004 þar sem kærandi er krafinn um endurgreiðslu á greiðslu í fæðingarorlofi.

 

Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar:

Í greinargerð Tryggingastofnun ríkisins dagsettri 30. mars 2004 er fallist á kröfur kæranda. Úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála framsendi kæranda greinargerðina og hefur nefndin ítrekað óskað eftir afstöðu hennar til framhalds málsins. Svör hafa ekki borist frá kæranda.

Með hliðsjón af því sem að framan greinir vísar úrskurðarnefnd fæðingar- og foreldraorlofsmála málinu frá þar sem fallist hefur verið á kröfur kæranda.

 

ÚRSKURÐARORÐ:

Kæru A er vísað frá þar sem fallist hefur verið á kröfur kæranda.

 

 

Guðný Björnsdóttir

Heiða Gestsdóttir

Gunnlaugur Sigurjónsson



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta