Hoppa yfir valmynd
31. október 2017 Utanríkisráðuneytið, Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mikill stuðningur við Norrænt samstarf meðal Norðurlandabúa

Kristján Þór Júlíusson á fundi samstarfsráðherra Norðurlanda - mynd
Kristján Þór Júlíusson, samstarfsráðherra Norðurlanda, sat í dag fund samstarfsráðherranna sem haldinn var í Helsinki í tengslum við þing Norðurlandsráðs.

Á fundi samstarfsráðherranna var m.a. rætt um Norðurlönd í alþjóðlegu samstarfi, umskiptin til grænna samfélags og stjórnsýsluhindranir.

Sérstaka athygli fundarmanna vöktu niðurstöður nýrrar könnunar sem gerð var á Norðurlöndum á viðhorfi norrænna borgara til norræns samstarfs (Ett värdefullt samarbete, analys nr. 03/2017). Könnunin sýnir mikinn stuðning Norðurlandabúa við norrænt samstarf. Meðal niðurstaðna má nefna að um 90% telja norrænt samstarf mjög mikilvægt eða mikilvægt. Flestir telja mikilvægast að samstarfið taki til öryggis- og varnarmála, þvi næst koma menntun, heilbrigðis- og félagsmál og loftslags- og umhverfismál. Tæp 70% svarenda voru þeirrar skoðunar að auka ætti norrænt samstarf.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta