Fundur CEN/TC 434 í Lissabon, 6. april 2016
Staðlasamtök Evrópu (CEN) hafa ótal vinnunefndir á sínum snærum. Ein þeirra vinnur að samræmingu rafrænna reikninga um alla Evrópu. Sú er tækninefnd (TC) númer 434 og framfylgir tilskipun 2014/55/EU um rafrænan reikning. Stofnfundur nefndarinnar var 9. sept. 2014 sjá: frétt
Þátttakendur voru 38 frá 16 löndum: Portúgal, Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Spáni, Hollandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Póllandi, Rúmeníu, Tékklandi, Slóvakíu og Eistlandi, auk fjögurra samráðstengiliða frá ESB, GS1 í Evrópu, CEN/WS/eBES og CEN/TC/440.
Stefnt er að útgáfu grunnreiknings, en löndin geta valið sér viðbætur eftir þörfum. Merkingarfræði gagnagrunnslíkansins er einsleitt, en til þess að koma á móts við óskir allra Evrópulandanna var ákveðið að leyfa mismunandi málskipan, þ.e. bjóða nokkrar gerðir ívafsmála.
Ívafsmál
Andrea Caccia, formaður vinnuhóps nr. 4, fjallaði um málskipan.Fjögur ívafsmál koma til greina:
- UBL, Universal Business Language (byggt á CEN/BII)
- CII, Cross Industry Invoice
- Financial Invoice ISO-20022
- EDIfact, Electronic Data Interchange
Öll ívafsmálin eru talin nauðsynleg af vinnuhópnum, en rætt er ákaft um kostnað og nytsemi málanna. Menn skiptast í tvo hópa um fjölda ívafsmála, sem þarf að styðja: Mörg eða fá, jafnvel aðeins eitt. Framkvæmdastjórn ESB vill halda öllum ívafsmálunum, en kallar eftir frekari upplýsingum um kostnað og innleiðingu. Vinnuhópurinn féllst á það og tekur við aths. fram í maímánuð.
Prófanir
Vinnuhópur nr. 6 um prófanir kallar eftir sérfræðingum til að prófa niðurstöðurnar. Sjá Auglýsingu. Umsóknarfrestur er til 29. apríl 2016, verkið hefst í maí.
Úrtak úr skyggnum:
WI006 Test Methodologies and Results •Semantic Evaluation •Syntax Testing •PC review - (hefst í maí, lýkur í júní, tækniskýrsla í júlí) •Approval stage –CEN processing August-September –Approval October - December –Finalisation January – March 2017
Samstarfshópar (liaisons)
Jostein Frömyr er fulltrúi CEN/TC/440, tækninefndar um rafræn innkaup
Antonio Conte er fulltrúi EMSFEI, "European MultiStakeholder Forum on Electronic Invoicing"
Nýir samstarfshópar:
- FIEC (the European Construction Industry Federation) var samþykktur sem samstarfshópur
- CEN/TC 445 “Digital Information Interchange in the Insurance Industry” sækir um samstarf
- Óskað er eftir tengilið CEN/TC/434 við CEN/TC/445
Ákvarðanir
- Nr. 19: Sameina orðanefndir TC434 og TC440 (rafrænir reikningar og rafræn innkaup)
- Nr. 20: Greiða atkvæði um samstarfshóp frá TC445 (Tryggingar - stafræn samskipti)
- Nr. 21: Greiða atkvæði um endurskipulagningu PC434 í TC434
- Nr. 22: Samhæfa vinnu TC434 vegna víxltengsla vinnuhópanna
IAPMEI og GS1 Portúgal var þakkað fyrir góða fundaraðstöðu.