Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2024 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Einvígi aldarinnar verður gert hærra undir höfði

Mynd af www.skak.is frá einvígi aldarinnar 1972 - myndskák.is

Einvígi aldarinnar sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum vakti mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma.

Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við 19. gr. myndlistarlaga nr. 64/2012 og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Verkefnið verður unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og er ætlað að halda minningu þessa viðburðar á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert er að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor.

Í undirbúningshópnum eiga sæti:
Guðni Ágústsson fv. ráðherra, formaður
Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands
Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák
Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur
Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum
Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra

„Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann, sagði Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta