Hoppa yfir valmynd
4. október 2019 Forsætisráðuneytið

Fjölbreytt atvinnutækifæri um land allt til umræðu í ríkisstjórn


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði fram minnisblað á ríkisstjórnarfundi í morgun þar sem áréttað var mikilvægi þess að skoðað verði gaumgæfilega hvort að þær stofnanir sem ráðuneyti áformi að setja á laggirnar geti verið staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að móta og byggja upp öflugt og sterkt samfélag. Ríkisstjórnin telur að mikil verðmæti felist í því að landið allt sé í blómlegri byggð og að landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og lífskjörum um land allt.

Byggðaáætlun 2018 til 2024 telur 54 aðgerðir sem skiptast niður á þrjú svið; a) jafna aðgengi að þjónustu, b) jafna tækifæri til atvinnu og c) stuðla að sjálfbærri þróun byggða. Ábyrgð á framkvæmd þessara 54 aðgerða dreifist á flest ráðuneyti.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

10. Aukinn jöfnuður
11. Sjálfbærar borgir og samfélög

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta