Hoppa yfir valmynd
5. október 2021 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2021

Frá rafrænni afhendingu Íslensku menntaverðlaunanna árið 2020. - mynd

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar í dag, á alþjóðlegum degi kennara. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara og framúrskarandi þróunarverkefni. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum er þykja skara fram úr.

Tilnefningar hljóta að þessu sinni:


Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur

• Frístundamiðstöðin Tjörnin, skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, er tilefnd fyrir framsækið og fjölbreytt þróunarstarf, frumkvæði og nýbreytni.
• Leikskólinn Aðalþing er tilnefndur fyrir framsækið, skapandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti.
• Tónlistarskóli Grindavíkur er tilnefndur fyrir framúrskarandi tónlistarkennslu og þróunarstarf.

Framúrskarandi kennari

• Anna Gréta Guðmundsdóttir, kennari við leikskólann Sæborg, fyrir skapandi og lýðræðislegt leikskólastarf.
• Garðar Geirfinnsson, kennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn, er tilnefndur fyrir áhugaverða og skapandi náttúrufræðikennslu.
• Hanna Rún Eiríksdóttir, kennari við Klettaskóla, er tilnefnd fyrir framúrskarandi kennslu nemenda með fötlun, meðal annars fyrir að þróa nýjar leiðir til tjáskipta.
• Heiðrún Hámundar, kennari við Brekkubæjarskóla og Tónlistarskólann á Akranesi, er tilnefnd fyrir metnaðarfulla og árangursríka tónmennta- og tónlistarkennslu.
• Hilmar Friðjónsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er tilnefndur fyrir að þróa frjóar og áhugavekjandi leiðir í stærðfræðikennslu.

Framúrskarandi þróunarverkefni
• Austur Vestur: Sköpunarsmiðjur. Þróunarverkefni í Ingunnarskóla, Selásskóla og Vesturbæjarskóla sem beinist að því að efla skapandi hugsun, frumkvæði og nýsköpun.
• Leiðsagnarnám / Skóla og frístundasvið Reykjavíkur / Nanna Kr. Christiansen. Þróunarverkefni um eflingu námsmenningar sem stuðlar að aukinni ábyrgð nemenda á eigin námi.
• Vendikennsla í raungreinum / Gauti Eiríksson. Þróunarverkefni sem byggist á gerð myndbanda fyrir náttúru- og stærðfræðkennslu fyrir nemendur í grunnskólum.

Að Íslensku menntaverðlaununum standa embætti forseta Íslands, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og mennta- og menningarmálaráðuneyti auk Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags um menntarannsóknir, Grunns – félags fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Menntamálastofnun, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samtök áhugafólks um skólaþróun og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar.

Verðlaunin sjálf verða afhent 10. nóvember nk. Sjá nánari upplýsingar á vef Samtaka áhugafólks um skólaþróun.


Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta