Hoppa yfir valmynd
21. október 2014 Dómsmálaráðuneytið

Vegna umræðna um skotvopnaeign lögreglunnar

Vegna umfjöllunar um skotvopnaeign lögreglunnar vill innanríkisráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Engu af því fé sem veitt var til að efla lögregluna og auka sýnileika hennar á þessu ári var veitt til vopnakaupa. Af 500 milljóna króna fjárveitingu fóru 78 milljónir til þjálfunar og búnaðarkaupa fyrir lögregluna. Sá búnaður sem keyptur var voru hlífðarbúnaður, vesti hjálmar og fleira slíkt.

Engin ávörðun um stefnubreytingu varðandi vopnaburð lögreglu hefur verið tekin af ráðherra. Ákvarðanir um notkun og staðsetningu búnaðar eru teknar af lögreglustjórum í samráði við ríkislögreglustjóra.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta