Hoppa yfir valmynd
24. janúar 2023 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Styrkjum úthlutað úr Sviðlistasjóði

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, ásamt þeim sem hlutu styrki úr Sviðslistasjóði í ár. - mynd

172 milljónum var í dag úthlutað til stuðnings verkefna á sviði sviðslista fyrir leikárið 2023/24. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra afhenti styrkina í Tjarnarbíóvið hátíðlega athöfn. Sviðslistaráð veitir 105 milljónum króna til 13 atvinnusviðslistahópa á leikárinu og fylgja þeim 132 listamannalaunamánuðir sem jafngilda 67 milljónum króna, 58 mánuðir voru veittir einstaklingum utan sviðslistahópa.

Heildarstuðningur til sviðslistahópa er því 172 milljónir á árinu.

105 milljónum króna var í dag úthlutað til sviðslistafólks og hópa úr Sviðslistasjóði. Hæstu styrkina hlutu Hringleikur - sirkuslistafélag fyrir götuleikhússýninguna Sæskrímslin sem mun fara fram á hafnarsvæðum víðs vegar um landið og Menningarfélagið MurMur og sviðslistahópurinn Rauði sófinn fyrir endurgerð á íslenska verkinu Aðventu.

Alls bárust 111 umsóknir í sjóðinn og  var sótt um ríflega 1,1 milljarð króna í Sviðslistasjóð. Sótt var um alls 1.273 mánuði í launasjóð sviðslistafólks. 

„Það er gaman að sjá hve fjölbreytt verkefni fá hér stuðning frá Sviðslistasjóði; sirkussýning, ný íslensk leikverk, barnaleikrit og söngleikir. Ég efast ekki um að það hefur verið erfitt fyrir Sviðslistaráð að velja á milli verkefna. Mikil gróska er í umhverfi sviðslista og það hefur margt áunnist í málefnum sviðslista að undanförnu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.

Fyrstu sviðslistalögin voru samþykkt á síðasta kjörtímabili og Sviðslistamiðstöð Íslands var komið á fót á síðasta ári. Fyrir dyrum stendur svo heildarstefnumótun í málefnum sviðslista sem mun hefjast á næstu vikum.

Hærri framlög en fyrir faraldur

Árin 2020 til 2022 var viðbótarfjármagni veitt í Sviðslistasjóð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í ár er 20 milljón króna viðbótarframlagi veitt í sjóðinn í sérstöku fjárfestingarátaki ríkisstjórnarinnar. Framlög sjóðsins árið 2023 eru því orðin hærri en árin fyrir faraldur.

 

Eftirfarandi verkefni hlutu stuðning úr sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks:

Hringleikur – sirkuslistafélag    16.000.000 kr. og 13 mánuðir. SLS og LML = 22.597.500 kr.

  • Sviðslistahópur:              Hringleikur
  • Forsvarsmaður:               Eyrún Ævarsdóttir
  • Tegund verkefnis:           Sirkussýning
  • Heiti verkefnis:               Sæskrímslin [vinnuheiti]

Menningarfélagið MurMur    15.200.000 kr. og 13 mánuðir. SLS og LML = 21.797.500 kr. 

  • Sviðslistahópur:              Rauði sófinn
  • Forsvarsmaður:               Egill Ingibergsson
  • Tegund verkefnis:           Endurgerð á íslensku verki
  • Heiti verkefnis:               Aðventa

Kváma ehf.    8.200.000 kr. og 21 mánuðir. SLS og LML = 18.857.500 kr.                   

  • Sviðslistahópur:              Kváma ehf.
  • Forsvarsmaður:               Þór Breiðfjörð Kristinsson
  • Tegund verkefnis:           Nýr íslenskur söngleikur
  • Heiti verkefnis:               Söngleikurinn rokkarinn og rótarinn

Sláturhúsið Menningarmiðstöð    10.200.000 kr. og 16 mánuðir. SLS og LML = 18.320.000 kr.

  • Sviðslistahópur:              Svipir
  • Forsvarsmaður:               Ragnhildur Ásvaldsdóttir
  • Tegund verkefnis:           Nýtt íslenskt barnaleikrit
  • Heiti verkefnis:               Hollvættur á heiði, barnaleikrit

Gaflaraleikhúsið, félagasamtök    15.000.000 kr.                

  • Sviðslistahópur:              Gaflaraleikhúsið
  • Forsvarsmaður:               Larus Vilhjálmsson

Verkfræðingar  8.200.000 kr. og 13 mánuðir. SLS og LML = 14.797.500 kr.

  • Sviðslistahópur:              Verkfræðingar
  • Forsvarsmaður:               Karl Ágúst Þorbergsson
  • Tegund verkefnis:           Samsköpunarverk
  • Heiti verkefnis:               Vaðall

Kammeróperan ehf.    2.000.000 kr. og 23 mánuðir. SLS og LML = 13.672.500 kr.

  • Sviðslistahópur:              Kammeróperan
  • Forsvarsmaður:               Jóna G Kolbrúnardóttir
  • Tegund verkefnis:           Ópera / fjölskyldusýning
  • Heiti verkefnis:               Ævintýraóperan Hans og Gréta í uppsetningu KÓ

Milkywhale    7.900.000 kr. og 10 mánuðir. SLS og LML = 12.975.000 kr.

  • Sviðslistahópur:              Milkywhale
  • Forsvarsmaður:               Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
  • Tegund verkefnis:           Dansverk
  • Heiti verkefnis:               Hverfa

Áhugafélagið Díó    5.400.000 kr. og 12 mánuðir. SLS og LML = 11.490.000 kr.

  • Sviðslistahópur:              Díó
  • Forsvarsmaður:               Aðalbjörg Árnadóttir
  • Tegund verkefnis:           Samsköpunarverk
  • Heiti verkefnis:               Piparfólkið

Hljómsveitin Eva    4.900.000 kr. og 11 mánuðir. SLS og LML = 10.482.500 kr. 

  • Sviðslistahópur:              Hljómsveitin Eva
  • Forsvarsmaður:               Jóhanna Vala Höskuldsdóttir
  • Tegund verkefnis:           Samsköpunarverk
  • Heiti verkefnis:               Af Myrkri og Mannverum

Silfra Productions ehf.    6.000.000 kr.                 

  • Sviðslistahópur:              Silfra Productions ehf.
  • Forsvarsmaður:               Þóra Karítas Árnadóttir
  • Tegund verkefnis:           Þýtt leikverki
  • Heiti verkefnis:               Samdrættir

Esperanza Yuliana Palacios Figueroa    3.500.000 kr.                  

  • Sviðslistahópur:              Yuliana Palacios
  • Forsvarsmaður:               Esperanza Yuliana Palacios Figueroa
  • Tegund verkefnis:           Dansverk
  • Heiti verkefnis:               Hér á ég heima

LGF slf.    2.500.000 kr.                  

  • Sviðslistahópur:              LGF slf.
  • Forsvarsmaður:               Heiðar Sumarliðason
  • Tegund verkefnis:           Skrif og þróun
  • Heiti verkefnis:               Andsetin

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta