Hoppa yfir valmynd
20. mars 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Upplýsingavefur um yfirfærslu málefna aldraðra til sveitarfélag

Í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er unnið að því að flytja ábyrgð á helstu meginþáttum þjónustu við aldraða frá ríki til sveitarfélaga. Nefnd á vegum velferðarráðherra sem skipuð er fulltrúum hlutaðeigandi ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila, svo sem fulltrúum félagasamtaka aldraðra, samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og stéttarfélaga starfsmanna, vinnur að undirbúingi yfirfærslunnar.

Á vefsvæðinu verða birtar fundargerðir nefndarinnar, ýmsar upplýsingar tengdar starfi hennar og gögn sem nýtast við undirbúning þessa viðamikla verkefnis.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta