Forsetakosningar 2020
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 2020 hefst mánudaginn 25.maí í sendiráði Íslands í Tókýó.
Sendiráðið tekur á móti kjósendum eftir samkomulagi.
Einnig verður hægt að kjósa á ræðisskrifstofu Íslands í Kýótó, eftir samkomulagi við ræðismann.
Kjósendur eru beðnir um að framvísa íslenskum persónuskilríkjum með mynd, þ.e. vegabréfi eða ökuskírteini. Athugið að sérstakar ráðstafanir eru gerðar á kjörstað til að minnka hættu á smiti vegna Covid-19 faraldursins.
Gert er ráð fyrir að kjósendur kynni sér sjálfir hverjir eru í framboði en hagnýtar upplýsingar um kosningarnar verða birtar á kosning.is
Athygli kjósenda er ennfremur vakin á því að þeim ber sjálfum að póstleggja atkvæði sín eða koma þeim á annan hátt í tæka tíð til viðkomandi kjörstjórnar á Íslandi, þ.e. fyrir kjördag laugardaginn 27. júní.
Símanúmer sendiráðsins: 03-3447-1944
Tölvupóstur: [email protected]