Hoppa yfir valmynd
3. september 2020 Innviðaráðuneytið

Áætluð tekjujöfnunarframlög fyrir árið 2020

Úr Hveradölum - myndHugi Ólafsson

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um áætlaða úthlutun tekjujöfnunarframlaga ársins 2020.

Ráðherra hefur samþykkt tillöguna á grundvelli 13. gr. reglugerðar um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, nr. 1088/2018. Að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins nemur áætluð heildarfjárhæð framlaganna 1.250 m.kr. og tekur jöfnunin mið af 94,28% af meðaltekjum á íbúa í viðkomandi viðmiðunarflokki framlaganna.

Við útreikning framlaganna er gengið út frá hámarkstekjumöguleikum sveitarfélaga af útsvari og fasteignaskatti. Einungis kemur til greiðslu framlags hafi sveitarfélög fullnýtt heimild sína til álagningar útsvars.

Fyrir 1. nóvember nk. koma ¾ hlutar af áætluðum framlögum til greiðslu samtals 937,5 m.kr. Uppgjör framlaganna fer fram í desember á grundvelli leiðréttrar skrár um álagðar skatttekjur sveitarfélaga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta