Hoppa yfir valmynd
7. ágúst 2019 Dómsmálaráðuneytið

Mál nr. 59/2019 úrskurður 7. ágúst 2019

Mál nr. 59/2019                     Millinafn:       Borgfjörð

 

 

Hinn 7. ágúst 2019 kveður mannanafnanefnd upp svohljóðandi úrskurð í máli 59/2019 en erindið barst nefndinni 5. júlí.

Nafnið Borgfjörð er til sem ættarnafn á Íslandi og borið sem slíkt í þjóðskrá. Samkvæmt  1. mgr. 7. gr. laga nr. 45/1996, um mannanöfn, er ættarnafn einungis heimilt sem millinafn í eftirfarandi tilvikum:

  • Hver maður, sem ber ættarnafn í þjóðskrá má breyta því í millinafn.
  • Hver maður, sem ekki ber ættarnafn en á rétt til þess, má bera það sem millinafn.
  • Maður má bera ættarnafn sem millinafn hafi eitthvert alsystkini hans, foreldri, afi eða amma borið það sem eiginnafn, millinafn eða ættarnafn.
  • Maður á og rétt á að taka sér ættarnafn maka síns sem millinafn. Honum er einnig heimilt að taka sér nafnið sem millinafn beri maki hans það sem millinafn.

Samkvæmt erindi úrskurðarbeiðanda á ekkert þesssara tilvika við um hana og þannig ekki unnt að fallast á Borgfjörð sem millinafn.

Úrskurðarorð:

Beiðni um millinafnið Borgfjörð er hafnað.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta