Hoppa yfir valmynd
19. september 2011 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof

Alþingi hefur samþykkt breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Ein helsta breytingin varðar skilyrði fyrir samlagningu starfstíma á vinnumarkaði hérlendis við starfstíma á vinnumarkaði í öðru aðildarríki samningsins um Evrópska efnahagssvæðið þegar mat er lagt á rétt til fæðingarorlofs.

Eftirlitsstofnun EFTA hafði fyrir lagabreytinguna gert athugasemdir við ákvæði laga um fæðingar- og foreldraorlof. Snérust þær um að í áður gildandi lögum var sett það skilyrði að foreldri hefði verið þátttakandi á innlendum vinnumarkaði í að minnsta kosti einn mánuð áður en til greina kæmi að leggja þann tíma við starfstíma í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins og meta til fæðingarorlofsréttinda.

Samkvæmt lagabreytingunni gildir áfram sú meginregla að foreldrar skuli hafa verið að minnsta kosti einn mánuð á innlendum vinnumarkaði áður en fæðingarorlof hefst en sé um skemmri tíma að ræða skuli Vinnumálastofnun meta hvert tilvik fyrir sig út frá því hvort taka skuli tillit til starfstímabila foreldris í öðru aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins.

Innleiðing tilskipunar um lengra foreldraorlof

Auk fyrrnefndrar breytingar er einnig lögfest tilskipun Evrópusambandsins sem kveður á um lengingu foreldraorlofs úr 13 vikum í fjóra mánuði.

Loks eru með breytingunum gerðar ýmsar úrbætur sem ætlað er að skýra og styrkja framkvæmd laga um fæðingar- og foreldraorlof.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta