Næring, heilsu- og holdarfar
Fyrirlestrar og erindi sem haldin voru á námsstefnu Félags fagfólks gegn offitu, Lýðheilsustöðvar og Landlæknisembættisins eru aðgengileg á Netinu. Námsstefnan var haldin í liðinni viku á vegum þeirra sem nefnd eru hér að ofan en markmiðið með fundunum var að kynna reynslu af ólíkum meðferðarúrræðum og forvörnum sem gætu hugsanlega gagnast við skipulagningu og uppbyggingu úrræða hér á landi. Erlendir fyrirlesarar voru fengnir til námsstefnunnar en það voru þau Dr. David Ludwig, frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum, Dr. Paulina Nowicka, frá barna og unglingamiðstöð háskólasjúkrahússins í Malmö í Svíþjóð, og Colleen Kilanowski, frá Háskólanum í Buffalo í Bandaríkjunum. Innlendir fyrirlesarar, þau Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, Dr. Geir Gunnlaugsson, Þrúður Gunnarsdóttir, meistaranemi, Helgi Grímsson, skólastjóri, Guðbjörg S. Finnsdóttir, íþróttakennari og Jórlaug Heimisdóttir, MPH, kynntu aðstæður hérlendis m.a. þátt skóla og heilsugæslu, og ræddu mögulegar leiðir í forvörunum og meðferð. Námsstefnan var skipulögð í samvinnu við Miðstöð heilsuverndar barna.
Fyrirlestrana er að finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar:
http://www.lydheilsustod.is/frettir/naering-og-holdafar/nr/1772
Ávarp ráðherra er að finna á heimasíðu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins.