Hoppa yfir valmynd
27. júní 2006 Heilbrigðisráðuneytið

Ráðherra staðfestir stefnumótun

Siv Friðleifsdóttir hefur staðfest stefnumótun fyrir Heilbrigðisstofnunina Sauðárkróki til ársins 2010. Ráðherra staðfesti stefnumótun stofnunarinnar á ársfundi hennar sem var í gær, en unnið hefur verið að henni frá því í mars á síðasta ári. Stefnumótunin byggist á þremur megin stoðum, þ.e. á trausti, fagmennsku og gæðum. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki annast heilbrigðisþjónustu í Skagafirði og nágrenni og er hún veitt á grundvelli heilbrigðisþjónustulaga og árangursstjórnunarsamings við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Stefnumótun stofnunarinnar tekur mið af hinu síðarnefnda. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, flutti ávarp á ársfundinum þar sem hún fjallaði meðal annars um stöðu heilbrigðisþjónustunnar í Skagafirði, um breytingarnar sem orðnar eru í sjúkrahússþjónustu og um mikilvægi grunnþjónustu heilsugæslunnar. Hún fagnaði stefnumótunarvinnunni sem heilbrigðisstofnunin hafði frumkvæði að og vék sérstaklega að forystu HS og samningum um árangursstjórnun: “Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki var fyrst sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana til að undirrita slíkan samning. Sá samningur var undirritaður á árinu 1998 og frá þeim tíma hefur stofnunin verið í forystu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni hvað varðar umbætur í starfsemi og rekstri. “

 

Sjá nánar á vefsíðu ráðherra: http://www.siv.is/i_mynd/index3.lasso?hopur=1555

Vefsíða heilbrigðisstofnunarinnar: www.hskrokur.is

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta